Sinopse
Podcast by Óli Jóns
Episódios
-
97. Þór Sigurðsson
15/07/2020 Duração: 31minÞór Sigurðsson frumkvöðull og stofnandi Expluria er viðmælandi Óla Jóns í þætti 97. Þór segir okkur frá startup verkefnum sem hann hefur komið að og kynnir okkur einnig fyrir Expluria. Á expluria.com segir um fyrirtækið "We believe connectivity and communication help create unforgettable travel experiences Expluria empowers tour operators, guides and booking offices, helping them provide unrivalled customer service experiences to travellers. Our app is powered by a rich feature set that includes real-time notifications, all designed to help tour operators to do what they do best."
-
96. Þóranna Jónsdóttir
08/07/2020 Duração: 28minÍ þessum þætti fáum við að heyra í Þórönnu Jónsdóttir en hún er markaðs- og kynningarstjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Þóranna segir okkur frá SVÞ, og leiðinni frá leiklist og söng í störf við markaðsmál, hvað efnismarkaðssetning er og margt fleira.
-
FKA Lilja Bjarnadóttir
07/07/2020 Duração: 24minÍ þessum þætti fáum við að kynnast Lilju Bjarnadóttur. Lilja er með fyrirtækið Sáttaleiðin sem hún hefur rekið frá árinu 2015 og er ein af fáum starfandi sáttamiðlurum á landinu. Lilja hjálpar fólki að leysa ágreiningsmál af ýmsum toga, t.d. skilnaðarmál, umgengnismál, erfðamál, viðskiptadeilur, samskiptaerfiðleika á vinnustað og margt fleira.
-
FKA Hafdís Erla Bogadóttir
02/07/2020 Duração: 28minVið höldum áfram að ræða við skemmtilegar FKA konur í þetta skiptið er það frumkvöðullinn Hafdís Erla Bogadóttir. Þessa dagana er hún og hennar fólk að kynna nýtt Ratleikjaapp. Appið er unnið í samvinnu við sveitarfélög og er það Akranesbær sem ríður á vaðið í tengslum við Írska daga.
-
95. Einar Þór Gústafsson
02/07/2020 Duração: 33minGestur minn í þetta sinn er Einar Þór Gústafsson meðstofnandi Getlocal sem er 4 ára sprotafyrirtæki sem hefur stækkað hratt. Í dag er Getlocal með 60 kúnna í 40 löndum. Einar segir að Getlocal sé einskonar Shopify fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.
-
FKA Olga Björt Þórðardóttir
29/06/2020 Duração: 29minOlga Björt Þórðardóttir er útgefandi og ritstjóri bæjarblaðsins Hafnfirðingur. Hún er með BA gráðu í íslensku og MA í blaða- og fréttamennsku. Olga Björt segir frá því hvað varð til þess að hún valdi fjölmiðlun, eftir að hafa starfað víða á vinnumarkaði til að finna sína styrkleika og réttu fjalir. Hún kynntist fjölmiðlafræðum þegar hún kláraði „loksins“ stúdentspróf 32 ára í FB, eftir að hafa stefnt á guðfræði. Hún segir frá starfsumhverfi fjölmiðla í dag, hvernig rekstur bæjarblaðs gengur fyrir sig og hversu mikilvægt er að allir finni leiðina að skemmtilegasta starfi í heimi sem lætur okkur finnast við aldrei vera í vinnunni.
-
FKA Dísa Óskarsdóttir
24/06/2020 Duração: 27minNæst á dagskrá í þessari nýju þáttaröð þar sem Óli Jóns hittir FKA konur er Dísa Óskarsdóttir. Ég heimsótti Dísu í Skjaldarvík rétt við Akureyri þar sem hún rekur gistiheimili. Dísa sem er grafískur hönnuður hefur skreytt gistiheimilið með verkum sem hún sjálf hefur gert. Á Skjaldarvík er líka hestaleiga og veitingastaður, þegar ég kom í heimókn var frekar rólegt yfir staðnum enda Kovid búið að hafa mikil áhrifa á íslenska ferðaþjónustu líka og annarsstaðar í heiminum. En það var engan bilbug að finna á Dísu enda með mörg járn í eldinum.
-
94. Magnús Hafliðason
24/06/2020 Duração: 36minMagnús er í dag forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Sýnar. Magnús starfaði í mörg ár hjá Dominos, einnig hjá Joe & the Juice ásamt því að sitja í stjórn ÍMARK og fjölda fyrirtækja. Magnús segir okkur frá árunum hjá Dominos og muninum á því að starfa að markaðsmálum annars vegar á Íslandi svo hinum norðurlöndunum.
-
FKA Sigríður Hrund Pétursdóttir
22/06/2020 Duração: 47minNý þáttaröð þar sem Óli Jóns tekur púlsinn á FKA konum. Sigríður Hrund Pétursdóttir eigandi Vinnupalla ehf, fjárfestir og FKA kona ríður á vaðið í fyrsta þætti af þessari nýju þáttaröð. Við ræðum meðal annars, lífið, menntun, fyrirtækjarekstur, fjölskyldulíf og jafnrétti. Áhugavert og skemmtilegt viðtal við Sigríði.
-
93. Haukur Jarl Kristjánsson
19/06/2020 Duração: 44minHaukur Jarl er titlaður hjá Performance Marketing Director hjá The Engine sem er hluti af Pipar/TBWA en hann hefur starfað að markaðsmálum í mörg ár. Í þessu viðtali spjöllum við Haukur um ýmislegt sem snýr að SEM (searh engine marketing) um markmiðasetningu mælingar og margt fleira. Haukur hefur starfað fyrir mörg stór vörumerki hér heima og erlendis ástamt því að vinna til verðlauna fyrir störf sýn.
-
92. Andri Jónsson
10/06/2020 Duração: 35minAndri Jónsson stofnaði Barnaloppuna ásamt Guðríði Gunnlaugsdóttur. Barnaloppan sem er að erlendri fyrirmynd er staður þar þú getur keypt og selt notaðar barnavörur. Á barnaloppan.is segir; "Í Barnaloppunni getur þú bæði keypt og selt notaða barnavöru, allt frá fötum og leikföngum til barnavagna og bílstóla. Sem seljandi leigir þú bás (erum með 205 bása til leigu) í eina viku að lágmarki og verðleggur sjálf/ur vörurnar þínar. Verðmiða með strikamerki munum við svo útvega í verslun okkar, og þegar vörurnar eru komnar í básinn sjáum við um restina. Við þjónustum viðskiptavini verslunarinnar og sjáum um söluna fyrir þig. Þú hefur möguleika á að fylgjast með sölunni þinni rafrænt, og við greiðum þér svo söluhagnaðinn með millifærslu samdægurs. Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!"
-
91. Þórhildur Edda Gunnarsdóttir
03/06/2020 Duração: 22minÞórhildur Edda eigandi og ráðgjafi hjá Parallel er gestur Óla Jóns í þætti 91. Parallel sérhæfir sig í greiningu og stjórnun stafrænna verkefna, innleiðingu nýrra verkferla og stefnumótun fyrir stafræna umbreytingu. Í þessu viðtalið kryfjum við hvað stafræn umbreyting er, afhverju hún er mikilvæg og fyrir hverja hún er. Þórhildur segir okkur frá ferlinu sem þau hjá Parallel fóru í gegnum með Kringlunni nýverið.
-
90. Ari Steinarsson
26/05/2020 Duração: 32minAri Steinarsson er gestur þáttar númer 90, Ari kom líka í heimsókn til Óla Jóns í þætti 2. Margt hefur gerst hjá Ara síðan þá, helst ber auðvitað að nefna að hann er orðinn afi. Ari hefur einnig ásamt fleirum stofnað fyrirtækið YAY þar sem hann er framkvæmdastjóri.
-
89. Andri Heiðar Kristinsson
20/05/2020 Duração: 27minAndri Heiðar er gestur Óla í þætti 89. Umræðuefnið er verkefnið Stafrænt Ísland. á stafraent.island.is segir um verkefnið "Við vinnum að margvíslegum verkefnum sem öll stuðla að því að gera opinbera þjónustu skilvirkari og notendavænni."
-
88. Leiry Seron
13/05/2020 Duração: 31minÍ þessum þætti sem er frumraun Óla að taka viðtal í gegnum fjarfundabúnað ræðir hann við Leiry Seron en hún er frá Honduras. Leiry kom til Íslands fyrir nokkrum árum og heillaðist alveg, hún hefur meðal annars búið í Reykjavík og á Þingeyri. Leiry er grafsíkur hönnuður og frá heimalandi sýnu en lagði einnig stund á nám við Listaháskóla Íslands. Leiry heldur úti hlaðvarpi sem hún kallar Creative Democracy um það hlaðvarp segir; "We talk about creativity, challenge the way we think about things, and celebrate the joy of creating, as well as the risk and courage that inevitably come along."
-
87. Gunnar Þór Sigurjónsson
08/05/2020 Duração: 27minGunnar Þór Sigurjónsson er gestur minn í þætti 87. Gunnar Þór er upplýsingaöryggisstjóri hjá samkeppniseftirlitinu og ljósmyndari. Gunnar segir okkur frá starfi sýnu hjá samkeppniseftirlitinu og kemur með góð ráð varðandi upplýsingaöryggi. Hann segir okkur frá því hvað ber að varast til dæmis í sambandi við lykilorð og hvaða tölvupóstföng við erum að nota.
-
86. Edda Hermannsdóttir
07/05/2020 Duração: 30minEdda Hermannsdóttir kom í heimsókn og sagði okkur frá nýútkominni bók sinni Framkoma.
-
85 Jón Ingi Gunnarsson
30/04/2020 Duração: 22minJón Ingi er verslunarstjóri hjá Iceland Engihjalla. Hann segir okkur frá áskorunum í sýnu starfi, kostina og gallana. Jón Ingi hefur starfað í 17 ár í matvöruverslunum og hefur því mikla reynslu á þessu sviði. Jón Ingi segir okkur líka frá því hvernig þau hafa þurft að bregðast við vegna Covid 19 hjá Iceland, hvernig starfsfólk og viðskiptavinir hafa brugðist við. Einnig segir Jón Ingi okkur frá því hvernig verslunarmynstur hefur breyst hjá fólki á þessum tímum.
-
84. Ólöf Rún Tryggvadóttir
22/04/2020 Duração: 37minÓlöf Rún Tryggvadóttir stofnaði Eylíf heilsuvörumerkið 2018, eftir að hafa selt fyrirtækið sitt, IceCare árið 2017. Hún segir frá sínum ferli fram að stofnun fyrirtækisins, hvers vegna hún seldi það og hvaða verkefni það eru sem hún er að fást við í dag með Eylíf og framtíðarplönin.
-
83. Fjóla Guðrún Friðriksdóttir
15/04/2020 Duração: 48minFjóla G. Friðriksdóttir eigandi Spa of Iceland er gestur Óla í þætti 83. Fjóla rekur fyrir okkur sýna sögu í viðskiptalífinu á Íslandi. Fjóla rak ásamt manni sínum heildsölu sem seldi leikfangabíla til að byrja mér en þróaðist svo síðar út í snyrtivörur ofl. Fjóla stofnaði með annars apótek og rak um tíma brugghús og veitingastað í í Grandagarði 8.